GusGus 25 Ára Myndabók

Einstök myndabók um hljómsveitina, búin til af aðdáendum, fyrir aðdáendur!

Til að fagna 25 ára ferli GusGus, erum við að búa til myndabók fyrir aðdáendur þeirra út um allan heim. Í því felst tækifæri til að fara yfir feril sveitarinnar og bjóða einstakan safngrip. Taktu þátt í þessu mikla ævintýri með okkur!

Skilaboð Frá Bigga og Daníel

Í Bókinni

Bókin mun innihalda einstakar ljósmyndir af tónleikum sveitarinnar, baksviði þeirra og opinberum myndatökum en einnig persónulegar myndir frá meðlimum sveitarinnar og úr hópi aðdáenda þeirra. Við munum einnig hafa með hannað efni af plötuumslögum þeirra og myndböndum, blaðaúrklippur… eins mikið efni og við mögulega getum til að byggja upp sjónræna ímynd sveitarinn í þessi 25 ár.

 

Hvernig söfnum við efninu?

Stuðningur frá Bigga, Daníel og Ómari, umboðsmanni þeirra
GusGus treystir teyminu okkar og styður við verkefnið. Þeir hjálpa okkur að ná til aðdáenda með því að vera með í mismunandi myndböndum og hafa upp á efni frá listamönnum og útgáfufyrirtækjum sem þeir hafa unnið með.

Sérstakt samband okkar við Ísland
Við erum mikið tengd Íslandi og höfum frábæra tengiliði úr íslenska tónlistarheiminum, sem geta lagt efni til bókarinnar (ljósmyndarar, blaðamenn, listamenn).

Ákall á framlög frá aðdáendum
Vegna þess hve ádáendur GusGus eru hjálpsamir og drífandi, þá bjuggum við til vefsíðuna www.gusgus-25yearsbook.com, til að vera með «ákall á framlög» og söfnuðum saman persónulegum og áður óbirtum ljósmyndum frá aðdáendum um allan heim frá öllum ferli sveitarinnar.

Hvernig Mun Bókin Líta út?

Verkefnið utan um GusGus 25 ára bókina er fyrir aðdáendur, og verður sannarlega listrænt og auðskilið af öllum, en þó ekki söluvara. Bókin á að endurspegla heiminn í kring um GusGus eins mikið og hægt er. Við viljum leggja mikla áherslu á ljósmyndirnar og hönnunina.

Bókin verður prentuð í franskri prentsmiðju sem við höfum unnið með áður (þar á meðal við gerð ÍSLAND myndabókarinnar árið 2017). Þeir hafa unnið margar listabækur fyrir frönsk söfn, þekkta listamenn og stofnanir og eru margverðlaunaðir fyrir vinnu sína. Við eigum í sérstöku sambandi við þá því Réza býr skammt frá þeim.

Verðlaunin

Mismunandi Pakkar

Teymi Þriggja GusGus Aðdáenda

Útvíkkað Teymi

Martyna Karolina Daniel og Gunnar Anton Guðmundsson unnu að myndböndunum sem þú sérð hér og Ákall á framlög síðunar, þau unnu frábært verk og ekki hika við að hafa samband við þau ef þú þarft hjálp við fjáröflunar myndböndin þín!


Vinur okkar Stéphane Merlet hefur verið aðdáandi GusGus a GusGus frá upphafi og hefur góð tengsl inn í þeirra heim. Hann hefur hjálpað mikið við að ná sambandi við rétt fólk.

Loforð Okkar Gangvart Umhverfinu

Við gætum ekki búið til bók um listræna menningu Íslands án þess að heita þess að nota umhverfisvænan pappír og blek. Við fréttum reglulega af framförum í pappírsiðnaði sem gerir okkur kleift að velja fallegan pappír búinn til úr endurunnum efnum, án eiturefna, sem heldur þó góðum eiginleikum þegar kemur að prentun og gæðum hönnunar.

Bókin verður eingöngu prentuð á pappír sem uppfyllir staðlana FSC® (Forest Stewardship Concil) og PEFC ™ (Program for the Endorsement of Forest Certication). Við höfum ákveðið að vinna með vottaðri franskri prentsmiðju sem hafa lagt sig fram við að takmarka áhrif starfseminnar á umhverfið. Þeir öðluðust  Imprim’vert vottun árið 2005 fyrir meðhöndlun þeirra á úrganginum frá starfseminni og notkun þeirra og bleki unnu úr plöntum og árið 2010 uppfylltu þeir staðlana FSC® and PEFC ™.

Verð & Útgáfur í Takmörkuðu Upplagi

Hversu mörg eintök munum við prenta?
Við stefnum að því að prenta á milli 500 og 1000 eintök. Það veltur aðallega á þátttöku í þessari söfnun hér á Karolina Fund.

Hvað mun bókin kosta?
Bókin verður seld á um 12,500 kr. stykkið en á meðan þessari Karolina Fund söfnun stendur þér og aðeins þér, kæri þátttakandi, hún til boða á aðeins 10,000 kr.! Þú átt einnig kost á að eignast eintak áritað af sveitinni með því að velja Litla aðdáendapakkann á 15,000 kr.
Verðið réttlætist af því að við ætlum að gera 200 síðna langa harðspjalda myndabók, með glæsilegri kápu og vönduðu bókbandi. Hún verður ekki aðeins aðdáendum kær minningargripur um GusGus og 25 ára feril þeirra, heldur öllum unnendum raftónlistar.

Útgáfur í takmörkuðu upplagi
Eintök árituð af sveitinni verða eingöngu fáanleg á meðan Karolina Fund söfnuninni stendur og í útgáfupartíinu.
Verð: um 15,000 kr.

Aukin útgáfa verður gerð eftir 25 ára afmælistónleikana í Hörpu í nóvember 2020. Hún verður listrænn pakki, sem mun samanstanda af árituðu eintaki af bókinni, vandaðri útprentaðri mynd og bæklingi ætluðum fáum útvöldum, sem mun innihalda myndir frá tónleikunum í Hörpu. Aukna útgáfan verður í mjög takmörkuðu upplagi.
Verðið verður ákveðið síðar

Hvernig verður dreifingu bókinnar háttar?
Við, Editions Sable Noir, munum sjá um dreifingu bókarinnar:
• Mest megnis á vefsíðunni www.gusgus-25yearsbook.com
• Á okkar vefsíðu www.editions-sablenoir.com
• Í útgáfupartíinu í Reykjavík
• Takmarkaður fjöldi eintaka verður til sölu í bókabúðum, hljómplötubúðum og öðrum búðum bæði á Íslandi og í öðrum löndum.

The Book Launch Party

Útgáfupartíið verður tækifæri til að kynna almenningi GusGus 25 ára bókina og einnig suma sem lögðu verkefninu lið, svo sem styrktaraðila og ljósmyndara. Það verður bar á staðnum og plötusnúða vinir okkar munu spila. Sumir ljósmyndaranna sem eiga myndir í bókinni munu sýna verk sín og mun gestum standa til boða að eignast eintök af þeim og mun allur ágóði renna til listamannanna. Þetta partí verður líka tækifæri til að þakka GusGus með glas í hönd fyrir þeirra hjálp við þetta einstaka verkefni.

Sala á bókinni
Í partíinu verða venjulegu eintökin af bókinni seld ásamt einhverjum varningi svo sem stuttermabolum og taupokum. Nokkur árituð eintök af bókinni verða einnig fáanleg.

VIP gestir
Í upphafi partísins verður VIP gestum boðið á barinn á undan öðrum gestum. VIP gestir verða meðlimir GusGus og starfsmenn sveitarinnar, styrktaraðilar, tónlistarmenn, listamenn, ljósmyndarar sem taka þátt í sýningunni og ef til vill þú sem einn aðal styrktaraðili þessarar Karolina Fund söfnunar.

Tímaáætlun Verkefnisins

Fjárhagsáætlun Okkar

Fyrsta markmiðið okkar mun duga fyrir kostnaði við prentun, innflutningsgjöldum og föstum kostnaði fyrir 500 eintök. Þessar tölur byggja á verðtilboðum sem við höfum fengið frá prentsmiðjunni, svo hér ætti ekkert að koma á óvart 🙂

Þú mátt treysta því að reynsla okkar mun lágmarka alla áhættu sem snýr að prentuninni.

• Prentun: umbrot, prentun, pappír, blek, bókband
• Innflutningsgjöld: flutningur frá Frakklandi til Íslands
• Fastur kostnaður: gjöld sem tengjast vefsíðu og vefverslun, myndbönd fyrir söfnunina, ýmis þýðingavinna, smíði efnis, pökkun fyrir flutning, aðgreining lita fyrir hágæða prentun…
• Gjöld Karolina Fund: 6% af heildarupphæðinni (8% af Karolina Fund söfnunni)

Annar breytilegur kostnaður(flutningskostnaður, kynningar- og markaðsetningarefni, varningur, kostnaður við teymið) mun verða greiddur með tekjum af fyrstu bókasölunum.

Sundurliðun Kostnaðar

With our first goal, we will cover printing, import taxes and fixed charges for 500 books. These numbers are based on quotes we already submitted to the printing company, so no surprise here 🙂

 

You can also count on our past experiences to mitigate all risks related to the print industry.

 

• Printing: prototyping, print, papers, inks, binding
• Import taxes: transport from France to Iceland
• Fixed charges: website & e-Commerce fees, videos for the crowdfunding, various translation work, content authoring, packaging for shipping, color separation for high quality printing…
• Karolina Fund Fees: 6% of the total amount (8% of the Karolina Fund campaign)

 

The other variable charges (shipping, promotion and marketing materials, merchandising products, team charges) will be covered with revenues from the first sales.

Hvernig Getur þú Lagt Okkur Meira Lið?

Með því að segja vinum þínum frá verkefninu
Segðu vinum þínum, GusGus aðdáendum eða tónlistarunnendum almennt að eitthvað stórt sé á döfinni 🙂 Við þurfum allan mögulegan stuðning!

Með því að fylgja og deila póstum okkar um söfnunina
• GusGus Biggest Fan Club á Facebook
• GusGus Official á Facebook
• @officialgusgus á Instagram

Með því að gerast styrktaraðili okkar!
Við höfum þegar búið til Prógram fyrir styrktaraðila og munum vinna að því fram í september. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú veist af fyrirtækjum sem hefðu áhuga á að styðja við verkefnið. Við munum finna leið til að þakka þér fyrir!

€ 25,000
SAFNAÐ AF € 30,000 MARKI.
0
DAGAR EFTIR.
% SAFNAÐ

Kærar Þakkir!

Leggðu til € 10 / 1,600 ISK

Hvert framlag skiptir máli, og því viljum við þakka þér kærlega fyrir!

Nafnið Þitt í Myndabókinni

Leggðu til € 30 / 4,800 ISK

Nafnið þitt verður á viðurkenningarsíðunni í lok bókarinnar til að þakka þér fyrir að vera hluti þessu mikla ævintýri.
Takmarkað (0 eftir)

GusGus 25 Ára Myndabókin!

Leggðu til € 65 / 10,400 ISK

Myndabókin á forgangsverði (20% afsláttur)!
Takmarkað (403 eftir af 450)
20% off

Litli Aðdáendapakkinn

Leggðu til € 95 / 15,200 ISK

- 1 myndabók árituð af sveitinni
- 1 taupoki + góðgæti
Takmarkað (116 eftir af 150)
Signed

Aðdáendapakkinn

Leggðu til € 150 / 24,000 ISK

- 1 myndabók árituð af sveitinni
- 1 taupoki + góðgæti
- 1 stuttermabolur
- nafnið þitt í myndabókinni
Takmarkað (10 eftir af 50)
Signed

Stóri Aðdáendapakkinn

Leggðu til € 250 / 40,000 ISK

- 2 myndabækur áritaðar af sveitinni
- 1 vönduð útprentuð mynd (15 x 20 cm)
- 1 taupoki + góðgæti
- 1 stuttermabolur
- nafnið þitt í myndabókinni
Takmarkað (26 eftir af 30)
2 Books!

Stærri Aðdáendapakkinn

Leggðu til € 500 / 80,000 ISK

- 1 miði fyrir einn á einn af GusGus tónleikunum
- 2 myndabækur áritaðar af sveitinni
- 1 VIP boð í útgáfupartíið
- 1 vönduð útprentuð mynd (20 x 30 cm)
- 1 taupoki + góðgæti
- 1 stuttermabolur
- nafnið þitt í myndabókinni
Takmarkað (0 eftir af 5)

Stærsti Aðdáendapakkinn

Leggðu til € 1,000 / 160,000 ISK

- Óvissuferð með hljómsveitinni!!!
- 1 miði fyrir einn á einn af GusGus tónleikunum
- 2 myndabækur áritaðar af sveitinni
- 2 VIP boð í útgáfupartíið
- 1 vönduð útprentuð mynd (up to 40 x 60 cm)
- 2 taupokar + góðgæti
- 2 stuttermabolir
- nafnið þitt í myndabókinni
Takmarkað (0 eftir af 3)
Exclusive!

JOIN THE ADVENTURE

Get the latest news about our
GusGus 25 Ára photobook!